Öryggi fyrir brjósti.
Okkur er umhugað um öryggi viðskiptavina okkar og leggjum við okkur fram um að veita framúrskarandi þjónustu með öryggi að leiðarljósi.
Vörn var stofnað árið 2008 með skýra sýn; að bjóða fyrirtækjum og einstaklingum öflugan og hagkvæman öryggisbúnað ásamt faglegri ráðgjöf á því sviði. Fyrirtækinu hefur sannarlega vaxið fiskur um hrygg og í dag treysta yfir 1.200 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á þjónustu okkar, auk fjölmargra einstaklinga og heimila.
Við erum þakklát fyrir það traust sem viðskiptavinir okkar sýna okkur og höldum ótrauð áfram að veita hágæða þjónustu á viðráðanlegu verði.